Rannsóknastöðin Rif: Haustbréf 2017

Fréttabréf Rannsóknastöðvarinnar Rifs haustið 2017 lítur hér dagsins ljós þar sem dregið er saman það helsta sem við höfum verið að fást við nú á árinu. Ljóst er að starfið hefur gengið afar vel og hlökkum við mikið til að takast á við þau spennandi en jafnframt krefjandi verkefni sem framundan eru.

 

Rif_haustfréttir2017Rif_haustfréttir2017_2

Reminder: INTERACT Transnational Access Call is open!

INTERACT Transnational Access Call is open for projects taking place between March 2018 and April 2019

The EU H2020 funded INTERACT (International Network for Terrestrial Research and Monitoring in the Arctic) project opens a call for research groups to apply for Transnational Access to 43 research stations across the Arctic and northern alpine and forest areas in Europe, Russia and North-America.  The sites represent a variety of glacier, mountain, tundra, boreal forest, peatland and freshwater ecosystems, providing opportunities for researchers from natural sciences to human dimension.

Transnational Access includes free access (either physical or remote) for user groups/users to research facilities and field sites, including support for travel and logistic costs. Rif Field Station is one of the stations offering physical access and we are looking forward to receiving researchers with exciting new projects next year.

The call for applications is open on 1st September –  13th October, 2017, for…

View original post 44 more words

Fræðsluverkefnið „Vöktum vorið“: Samstarf Rifs og Grunnskóla Raufarhafnar

Núna í vor var ráðist í samstarfsverkefni milli Rannsóknastöðvarinnar Rifs og Grunnskóla Raufarhafnar. Var markmiðið að auka umhverfisvitund nemenda á mið- og unglingastigi grunnskólans og kynna fyrir þeim tilgang, framkvæmd og markmið rannsókna og vöktunar á viðkvæmu vistkerfi norðurslóða.  Áhersla var lögð á að nýta nærumhverfið en hin augljósa sérstaða Melrakkasléttu, hvað náttúru og fuglalíf varðar, hentar einkar vel fyrir þróunarverkefni af þessu tagi. Styrkir fengust í verkefnið frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA og Sprotasjóði.

Kennsla fór fram frá 18. apríl til 29. maí í náttúrufræði og upplýsingatæknitímum. Byrjað var á undirbúningi þar sem nemendur veltu fyrir sér þeim ferlum sem eiga sér stað í náttúrunni á vorin. Þá leituðu krakkarnir sér upplýsinga um fugla- og dýralíf á staðnum og settu sig í stellingar sem verðandi vísindamenn. Fjallað var um muninn á rannsóknum og vöktun, rætt um loftslagsbreytingar, mengun, gróður- og jarðvegsrof. Þá gróðursettu nemendur fræ í mismunandi jarðveg til að skoða áhrif hans á vöxt. Í seinni hluta verkefnisins var farið í tvær vettvangsferðir. Í þeirri fyrri var ferðinni heitið í Bæjarvík og út á Melrakkasléttu þar sem fuglar voru skoðaðir og tegundagreindir, sagt frá rannsóknum á svæðinu og framkvæmd einföld atferlisrannsókn. Þá hittu krakkarnir Guðmund Örn Benediktsson fuglaáhugamann sem sagði hópnum frá allskonar ferðalöngum – fuglum og ýmsum munum sem fundist hafa í fjörunni á svæðinu. Fyrir seinni ferðina útbjuggu nemendur sér gróðurreiti sem þeir nýttu svo til að greina og telja plöntur og áætla fjölda á fermetra. Nemendur unnu svo úr þessum gögnum eftir kúnstarinnar reglum, spreyttu sig á tölvuforritum, svo sem Excel og Word, auk þess sem sköpunargáfan fékk að njóta sín.

Nemendur kynntu verkefnið stuttlega á skólaslitum gunnskólans og var afrakstur vinnunnar þar til sýnis. Eftir skólaslit fengu allir nemendur grunn- og leikskólans ásamt foreldrum tækifæri  til að prófa fjarsjá sem Náttúrustofa Norðausturlands lánaði okkur í þetta verkefni.

Næsta haust verður samstarfinu haldið áfram og seinni hluti verkefnisins ber heitið „Heimurinn og við“. Þá verður áhersla lögð á hvernig við komum fram við náttúruna, hvers vegna það sé nauðsynlegt að ganga vel um umhverfið og bera virðingu fyrir því. Komið verður inn á endurvinnslu og tilgang hennar, farið í hugmyndavinnu varðandi endurnýtingu og fleira í þeim dúr.  Grunnskóli Raufarhafnar er Grænfánaskóli og verður þessi vinna góð viðbót við það starf sem þegar hefur farið fram í skólanum.

Að lokum má geta þess að til stendur að Rannsóknastöðin Rif flytji vinnuaðstöðu sína í skólahúsnæðið og byggi þar upp rannsóknastofu. Mun það vonandi skapa tækifæri til enn frekara samstarfs. Það er afar jákvætt þegar fámennir skólar geta skapað sér sérstöðu og þar með styrkt stöðu sína á þennan hátt.

CAFF og Rif gera með sér samning vegna CBMP

CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) og Rannsóknastöðin Rif gerðu á dögunum með sér samning þess efnis að Rif sjái um samhæfingu fyrir stýrihóp þurrlendisvöktunar CBMP (Circumpolar Biodiversity Monitoring Program). Felst starfið aðallega í því að halda utan um og stýra vinnu vegna sérstakra greinaskrifa hópsins þar sem fjallað verður um ástand líffræðilegs fjölbreytileika og vöktunar á norðurslóðum.

Rannsóknastöðin er nú þegar innvinkluð í CBMP verkefnið, en stöðin hefur verið valin sem ein  þriggja stöðva innan INTERACT samstarfsins sem mun byggja upp og prófa CBMP vöktunaráætlunina (sjá umfjöllun í þessari frétt hér).

Er þetta einstakt tækifæri fyrir Rif til að komast enn betur inn í þau mál sem snúa að CBMP verkefninu og vöktun á norðurslóðum almennt auk þess sem samningurinn mun styrkja stöðina enn fremur í sessi.

CAFF+Rif (1)
Þorkell Lindberg Þórarinsson, stjórnarformaður Rifs og Tom Barry, framkvæmdastjóri CAFF skrifstofunnar á Íslandi við undirskrift samningsins.

Auglýst eftir verkefnum fyrir árið 2017

Rannsóknastöðin Rif auglýsir nú eftir umsóknum frá áhugasömum vísindamönnum og rannsakendum sem vilja nýta sér aðstöðu stöðvarinnar til verkefna á sviði rannsókna og vöktunar árið 2017.

Nánari upplýsingar er að finna í auglýsingunni hér að neðan og undir flipanum umsóknir í valmynd síðunnar. Ef einhverjar spurningar vakna þá ekki hika við að hafa samband, annað hvort í síma 856 9500 eða á rif@nna.is. 

Hér má svo nálgast auglýsinguna á PDF formi.

auglysing_rif2017

INTERACT: Upphafsfundur fasa II haldinn á Íslandi

Fyrsti fundur INTERACT  fasa II var haldinn í Keflavík dagana 24. til 27. janúar 2017. INTERACT er alþjóðlegt samstarfsnet rannsóknastöðva á norðurslóðum og var fundurinn haldinn í tilefni þess að stór styrkur hefur fengist í gegnum Horizon2020 verkefni Evrópusambandsins til að halda áfram og víkka út starfsemi INTERACT. Var verkefnið, og þeir níu vinnupakkar sem það samanstendur af, kynnt og samhæfing innan þess rædd.

Rannsóknastöðin Rif kemur að þremur vinnuhópum innan INTERACT fasa II; vinnupakka 3, 5 og 7. Vinnupakki 3 kallast „Station Manager Forum“ og er þar um að ræða samráðsvettvang stjórnenda rannsóknarstöðva samstarfsins. Vinnupakki 5 heldur utan um fjölþjóðlegan aðgang að stöðvum (Transnational Access), en í gegnum hann geta erlendir vísindamenn sótt um dvöl á Rifi til að vinna þar rannsóknarverkefni. Síðast en ekki síst á Rif aðild að vinnupakka 7  sem fjallar um innleiðingu lífríkisvöktunar á norðurslóðum. ÞAð verkefni sem vinna á að er á vegum CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) og kallast CBMP (Circumpolar Biodiversity Monitoring Program). Auk Rifs eru tvær aðrar rannsóknastöðvar aðilar að þessum vinnupakka, rannsóknastöðin í Cambridge Bay í Kanada og grænlenska stöðin Zackenberg. Eiga þessar þrjár stöðvar að vinna í sameiningu að innleiðingu þeirrar þurrlendis- og ferskvatnsvöktunar sem CBMP áætlunin segir til um. Rannsóknastöðin Rif mun þar þjóna sem líkan fyrir innleiðingu vöktunarinnar frá grunni. Verkefnið er afar mikilvægt fyrir áframhaldandi uppbyggingu stöðvarinnar sem og fyrir aukna vöktun og rannsóknir á lífríki norðausturhorns Íslands. Slík uppbygging er einnig í fullu samræmi við stefnur og skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi. 

Hér að neðan má sjá myndir frá fundinum, en auk almennrar umræðu um verkefnin framundan og vinnustofur í tengslum við þau var farið í skoðunarferð um Reykjanesið. Þá var aðstaða og starfsemi Þekkingarseturs Suðurnesja kynnt en Þekkingarsetrið er einnig aðili að INTERACT og sá um undirbúning og utanumhald fundarins í Keflavík. 

Fyrirlestur um vöktun þurrlendis á norðurhjara og hlutverk Rifs

Hrafnaþing er röð opinna fræðsluerinda á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands.

2. nóvember síðastliðinn fluttu Starri Heiðmarsson (sviðsstjóri grasafræði við Náttúrufræðistofnun Íslands og ritari stjórnar Rannsóknastöðvarinnar Rifs) og Jónína framkvæmdastjóri Rifs erindið „Vöktun þurrlendis á norðurhjara og uppbygging rannsóknastöðvarinnar Rifs á Melrakkasléttu“. Hlusta má á fyrirlesturinn í heild sinni hér.

Í fyrirlestrinum var sagt frá áætlunum um vöktun þurrlendis með sérstakri áherslu á Ísland, en grundvöllur íslenskrar vöktunar á norðurhjara styrktist umtalsvert þegar rannsóknastöðin Rif var sett á fót.

Yfirstandandi loftslagsbreytingar hafa og munu hafa mikil áhrif á norðurhjara. Sum áhrifin eru augljós eins og hopandi jöklar og minnkandi sífreri. Þekking okkar og vöktun á lífríki norðurhjara er hins vegar brotakennd og til að draga saman þekkingu og samræma vöktun á svæðinu hefur CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna – lífríkisvernd á norðurslóðum) komið á fót alþjóðlegu verkefni, CBMP (Circumpolar Biodiversity Monitoring Program – Vöktun lífríkis á norðurhjara).

Melrakkaslétta er það landsvæði Íslands sem hvað helst ber einkenni norðurheimskautssvæða (norðurslóða) og er norðurhluti hennar skilgreindur sem lágarktískur. Með aðstöðunni sem stöðin býður upp á eykst aðgengi að svæðinu og þar með möguleikarnir á framtíðarrannsóknum og vöktun á lífríki norðlægra vistkerfa á Íslandi. Þá er Rif aðili að INTERACT (International Network for Terrestrial Research and Monitoring in the Arctic) sem er öflugt samstarfsnet rannsóknastöðva á norðurslóðum. Rif hefur nú verið tilnefnd af samstarfinu sem ein þeirra stöðva þar sem byggja á upp CBMP vöktunaráætlunina.

Fyrirlestur á Hrafnaþingi, 2. nóvember 2016

Rannsóknastöðin Rif ætlar að taka þátt í Hrafnaþingi, röð fræðsluerinda sem að jafnaði eru á dagskrá aðra hverja viku yfir vetrarmánuðina. Þar kynna starfsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, 3. hæð og er fyrirlesturinn á dagskrá miðvikudaginn 2. nóvember kl 15:15.

Fyrirlesturinn er tvíþættur;

  • Starri Heiðmarsson, sviðsstjóri grasafræði hjá Náttúrufræðistofnun, mun fjalla um mikilvægi vöktunar á lífríki norðurhjara og kynna CBMP-vöktunaráætlun CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna)
  • Jónína framkvæmdastjóri Rifs mun svo taka við og kynna starfsemi stöðvarinnar útfrá alþjóðlegu samhengi, framtíðarmöguleikum og hlutverki  í vöktun og rannsóknum á norðurhjara.

Hér má lesa ágrip fyrirlestrarins sem er opinn öllum svo um að gera að kíkja við.

Hlökkum til að sjá ykkur!

nilogo_isl_300