Rannsóknartækifæri

Þó svo að rannsóknastöðin leggi áherslu á að hýsa rannsóknir sem beinast að hinu náttúrulega umhverfi er aðstaðan opin öllum þeim vísindamönnum og rannsakendum er huga að rannsóknum á svæðinu. Melrakkaslétta og Raufarhöfn eru m.a. mjög áhugaverður vettvangur fyrir rannsóknir sem snúa að samspili manns og náttúru svo og byggðaþróun.

Vegna náttúrufars og staðsetningar svæðisins, þ.e. nálægð við norðurheimskautið, verður lögð sérstök áhersla á rannsóknir og vöktun sem falla undir eftirfarandi fræðasvið:

  • Líffræði þurrlendis, votlendis, vatna og stranda
  • Vistfræði
  • Loftslagbreytingar og áhrif þeirra á lífríkið
  • Jarðfræði
  • Landfræði

Að auki má finna á svæðinu ýmis rannsóknatækifæri tengd mannvistarlandfræði og mannfræði.

Til að byrja með er sérstaklega litið til vöktunarverkefna tengdum ýmsum náttúrufars-, vistfræði- og eðlisþáttum á landi Rifs og Melrakkasléttu í heild. Þetta á m.a. við:

  • Áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi og fæðuvefi (Climate feedback mechanisms).
  • Vaktanir á fuglastofnum og atferli þeirra.
  • Vaktanir tengdar gróðurfari.
  • Vaktanir á ýmsum eðlisþáttum, t.d. loftslagi, veðurfari, sjávarhita, seltu, sýrustigi og leiðni.

Til baka