Rannsóknartækifæri

Vegna náttúrufars og staðsetningu svæðisins, þ.e. nálægð við norðurheimskautið, verður lögð sérstök áhersla á rannsóknir og vöktun sem falla undir eftirfarandi fræðasvið:

  • Líffræði þurrlendis, votlendis, vatna og stranda
  • Vistfræði
  • Loftslagbreytingar og áhrif þeirra á lífríkið
  • Jarðfræði
  • Landfræði

Að auki má finna á svæðinu ýmis rannsóknatækifæri tengd mannvistarlandfræði og mannfræði.

Til að byrja með er sérstaklega litið til vöktunarverkefna tengdum ýmsum náttúrufars-, vistfræði- og eðlisþáttum á landi Rifs og Melrakkasléttu í heild. Þetta á m.a. við:

  • Áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi og fæðuvefi (Climate feedback mechanisms).
  • Vaktanir á fuglastofnum og atferli þeirra.
  • Vaktanir tengdar gróðurfari.
  • Vaktanir á ýmsum eðlisþáttum, t.d. loftslagi, veðurfari, sjávarhita, seltu, sýrustigi og leiðni.

Til baka