Þau sem hug hafa á að nýta sér aðstöðu og/eða rannsóknasvæði Rannsóknastöðvarinnar Rifs árið 2020 geta nú sótt um aðgang með því að fylla út rafrænt umsóknareyðublað (sjá hlekk hér fyrir neðan).
Áður en umsókn er skilað eru umsækjendur beðnir að kynna sér allar helstu upplýsingar og skjöl er varða umsókn og dvöl við Rannsóknastöðina Rif. Ofangreint má nálgast á síðunni Upplýsingar fyrir umsækjendur.
Mælst er til að umsóknir berist fyrir 15. apríl. Þó verður tekið við umsóknum eftir þann tíma ef fyrirhuguð verkefni eru talin viðeigandi og hagnýt útfrá markmiðum rannsóknastöðvarinnar, og ef laust pláss er í stöðinni. Auglýsinguna að neðan má nálgast hér á pdf formi.
Sækja um aðstöðu hjá Rifi
Smellið hér til að opna rafrænt umsóknareyðublað.
Athugið að umsóknareyðublaðið er enn sem komið er (30.12.19) einungis á ensku, en síðan verður uppfærð þegar eyðublaðið verður aðgengilegt á íslensku.