Umsókn 2019

Þeir sem hug hafa á að nýta sér aðstöðu og/eða rannsóknasvæði Rannsóknastöðvarinnar Rifs árið 2019 geta nú sótt um aðgang.

Mælst er til að umsóknir berist fyrir 1. maí. Þó verður tekið við umsóknum eftir þann tíma ef fyrirhuguð verkefni eru talin viðeigandi og hagnýt útfrá markmiðum rannsóknastöðvarinnar, og ef laust pláss er í stöðinni. Auglýsinguna að neðan má nálgast hér á pdf formi.

2019-03-18

Ákveðnir þættir eru lagðir til grundvallar við mat á umsóknum:  

  • Hversu vel verkefnið fellur að þeim markmiðum sem Rannsóknastöðin hefur sett sér
  • Hvernig verkefnið styður við og eykur þekkingu, t.d. á stöðu lífríkis og vistkerfa á norðurslóðum, á áhrifum loftslagsbreytinga og á samspili manns og náttúru.
  • Hver hagnýting verkefnisins er m.t.t. hagsmuna svæðisins sjálfs sem og alþjóða vísindasamfélagsins
  • Hvernig verkefnið samræmist stefnu og skuldbindingum Íslands í norðurslóðamálum

Hér fyrir neðan má nálgast sérstakt umsóknareyðublað.Vinsamlegast vistið skjalið og fyllið út eins ítarlega og kostur er.

Umsóknir skulu berast á netfang Rifs – rif@rifresearch.is

Umsóknareyðublað 2019

Fylgiskjöl og greinargerðir með umsóknum (ef við á) skulu einnig berast á sama netfang.

Hafa samband: