Umsóknir

Ef þú hefur áhuga á að stunda rannsóknir á Melrakkasléttu, vinsamlega sendu umsókn í tölvupósti á pedro@rifresearch.is.

Vinsamlega sendið stutta lýsingu á verkefninu, nafn rannsakenda sem koma á Melrakkasléttu og ferilskrá PI.

Þó svo að rannsóknastöðin leggi áherslu á að hýsa rannsóknir sem beinast að hinu náttúrulega umhverfi er aðstaðan opin öllum þeim vísindamönnum og rannsakendum er huga að rannsóknum á svæðinu. Melrakkaslétta og Raufarhöfn eru m.a. mjög áhugaverður vettvangur til rannsókna sem snúa að samspili manns og náttúru svo og byggðaþróun.