Umsóknir

Rannsóknastöðin tekur nú við umsóknum til rannsókna og vöktunar árið 2022. Hér má nálgast mikilvægar upplýsingar um umsóknarferlið og skjöl sem tengjast því, og hér er hlekkur á rafrænt eyðublað sem allir umsækjendur þurfa að fylla út og skila.

Þó svo að rannsóknastöðin leggi áherslu á að hýsa rannsóknir sem beinast að hinu náttúrulega umhverfi er aðstaðan opin öllum þeim vísindamönnum og rannsakendum er huga að rannsóknum á svæðinu. Melrakkaslétta og Raufarhöfn eru m.a. mjög áhugaverður vettvangur til rannsókna sem snúa að samspili manns og náttúru svo og byggðaþróun.