Stjórn

Rif er sjálfseignarstofnun, en sjálfstæð og óháð stjórn er ábyrg fyrir því að gæta hagsmuna stöðvarinnar og fjármuna auk þess að móta rannsóknastefnu. Stjórnin er skipuð fulltrúum sex íslenskra rannsóknastofnana auk sveitarfélagsins Norðurþings.

Þeir aðilar er standa að baki Rannsóknastöðinni skulu skv. staðfestri skipulagsskrá endurnýja umboð sinna fulltrúa á tveggja ára fresti eða tilnefna nýjan fulltrúa.

Stjórn Rifs:

  • Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands og formaður stjórnar
  • Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðarnets Íslands, varaformaður stjórnar og fulltrúi Háskólans á Akureyri og Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar
  • Starri Heiðmarsson, sviðsstjóri grasafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og ritari stjórnar
  • Hlynur Óskarsson, deildarforseti umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Fulltrúi LBHÍ og Háskóla Íslands í stjórn Rifs
  • Birna Björnsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og fulltrúi Sveitarfélagsins Norðurþings í stjórn Rifs