Rannsóknastöðin Rif býður nýjan forstöðumann velkominn / Rif Field Station welcomes a new Station Manager

ENGLISH VERSION BELOW

Rannsóknastöðin Rif hefur ráðið líffræðinginn Pedro Rodrigues í stöðu forstöðumanns frá og með 10. maí 2021. Pedro starfaði um skeið við Náttúrustofu Suðvesturlands en hann er portúgalskur að uppruna og hefur búið og stundað rannsóknir meðal annars í Portúgal, Chile og á Íslandi. Hann er með doktorspróf í líffræði frá háskólanum á Asoreyjum og hefur áralanga reynslu af rannsóknum, kennslu og ýmsum störfum á sviði náttúruvísinda. Víðtæk reynsla hans og þekking á málaflokknum mun án efa nýtast vel í starfi Rifs á næstu árum.

Rannsóknastöðin Rif fagnar þessum stóra áfanga og býður Pedro Rodrigues hjartanlega velkominn til starfa sem forstöðumaður. Við hlökkum til að vinna með honum að áframhaldandi uppbyggingu Rifs!

Pedro Rodrigues

ENGLISH

Rif Field Station has hired biologist Pedro Rodrigues as Station Manager as of May 10, 2021. Pedro, who is of Portuguese origin, worked for a while as an independent researcher at the Southwest Iceland Nature Research Centre, Iceland. He holds a PhD in biology from the University of the Azores, Portugal, and has lived and worked in Portugal, Iceland, the Azores and Chile. Pedro is an experienced researcher and scientist and his expertise will without a doubt be extremely valuable for Rif.

The board and staff of Rif Field Station would like to welcome Pedro as Rif’s new station manager! We are excited to work with him and continue to strengthen Rif Field Station.

Rif auglýsir til umsóknar starf forstöðumanns – UMSÓKNARFRESTUR LENGDUR TIL 11. APRÍL

Rannsóknastöðin Rif stendur á tímamótum og auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns. Um fullt starf er að ræða og starfsstöðin er á Raufarhöfn – sjá allar helstu upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu. Auglýsingunni verður einnig dreift á ensku.

Strandhreinsun á Melrakkasléttu 2020 – tilkynning frá Rifi á degi hafsins

20180904_175422

Undanfarin ár hafa Sameinuðu þjóðirnar haldið upp á dag hafsins þann 8. júní. Á þeim degi er ekki úr vegi að huga að þeim ógnum sem að hafinu steðja og þeim staðbundnu aðgerðum sem við öll getum gripið til til að vernda vistkerfi í og við hafið.

Plastmengun er eitt þessara vandamála og á Melrakkasléttu fer plastrusl í fjörunni ekki framhjá íbúum svæðisins. Í vetur sem leið, 2019-2020, var veður þannig að gríðarlega mikið magn af plastrusli barst af sjó langt upp á land á allri Sléttunni. Plastið setur nú mikinn svip á fjörurnar og of mikið er af því til að raunhæft væri fyrir íbúa eina að ætla að hreinsa svæðið.

Rannsóknastöðin Rif hefur því stofnað til samstarfs við sveitarfélagið Norðurþing og sjálfboðaliðasamtökin Veraldarvini, ásamt mögulega fleiri aðilum, um að skipuleggja strandhreinsun á Melrakkasléttu í sumar, á svæðinu frá Raufarhöfn og norður á Hraunhafnartanga. Samráð hefur verið og verður áfram haft við landeigendur á svæðinu um skipulagningu og framkvæmd hreinsunarinnar, en búast má við hópum sjálfboðaliða á Raufarhöfn til að vinna að þessu verkefni í sumar.

Starfsmenn Rifs munu hafa umsjón með skipulagningu strandhreinsunarinnar – nánari upplýsingar veitir Gísli Briem í síma 856 9545.


Efsta myndin í þessari frétt er af verki á sýningu Guðmundar Arnar Benediktssonar á Kópaskeri 2018, en efnið í sýningunni var fengið úr fjörum á Melrakkasléttu. Sýningunni var ætlað að vekja athygli á plastmengun í hafi.

 

 

Vistgerðarkortlagning á Melrakkasléttu – auglýst eftir námsmönnum í sumarstarf

Náttúrufræðistofnun Íslands og Rannsóknastöðin Rif eru að leita að tveimur námsmönnum til að sinna vistgerðarkortlagningu á vettvangi á Melrakkasléttu í sumar. Hægt er að sækja um starfið hér á vef Vinnumálastofnunar.

20180727_geldingahnappur og reki
Geldingahnappur blómstrar við rekann á Sléttu.

Starfið felst í því að fara um Melrakkasléttu og greina ólíkar vistgerðir á landi, ferskvatni og í fjörum með hliðsjón af vistgerðarkorti sem NÍ hefur áður unnið, að mestu með fjarkönnun. Vistgerðarlyklar NÍ verða notaðir við greininguna. Einnig er ætlunin að skrá algengar og auðþekktar tegundir plantna á svæðinu.

Verkið verður unnið í góðri samvinnu við starfsmenn Rifs og undir leiðsögn sérfræðinga á Náttúrufræðistofnun.

Við hvetjum öll sem hafa áhuga á Melrakkasléttu, útivist og náttúruvísindum til að sækja um og við hjá Rifi hlökkum til að bæta við hópinn okkar í sumar. Hafa má samband við Hrönn, forstöðumann Rifs, í síma 856 9500 eftir frekari upplýsingum.

UMSÓKNARFRESTUR LIÐINN – Rif auglýsir eftir starfsmanni

[Athugið að umsóknarfrestur um þetta starf rann út 22. apríl 2020. Tilkynnt verður um ráðningu í maí 2020.]

Rannsóknastöðin Rif auglýsir eftir starfsmanni til að sinna fjölbreyttum verkefnum Rifs ásamt forstöðumanni á Raufarhöfn árið 2020. Allar frekari upplýsingar eru í auglýsingunni sem hér fylgir. Við hvetjum öll sem hafa áhuga til að sækja um!

Hlekkur á auglýsingu á pdf formi.

skjáskot_auglýsing_2020

Opið fyrir umsóknir 2020

Þau sem hug hafa á að nýta sér aðstöðu og/eða rannsóknasvæði Rannsóknastöðvarinnar Rifs árið 2020 geta nú sótt um aðgang með því að fylla út rafrænt umsóknareyðublað (sjá hlekk hér fyrir neðan).

Áður en umsókn er skilað eru umsækjendur beðnir að kynna sér allar helstu upplýsingar og skjöl er varða umsókn og dvöl við Rannsóknastöðina Rif. Ofangreint má nálgast á síðunni Upplýsingar fyrir umsækjendur.

Mælst er til að umsóknir berist fyrir 15. apríl. Þó verður tekið við umsóknum eftir þann tíma ef fyrirhuguð verkefni eru talin viðeigandi og hagnýt útfrá markmiðum rannsóknastöðvarinnar, og ef laust pláss er í stöðinni. Auglýsinguna að neðan má nálgast hér á pdf formi.

skjáskot auglýsing 2020

Sækja um aðstöðu hjá Rifi

Smellið hér til að opna rafrænt umsóknareyðublað.

Athugið að umsóknareyðublaðið er enn sem komið er (30.12.19) einungis á ensku, en síðan verður uppfærð þegar eyðublaðið verður aðgengilegt á íslensku.

INTERACT Transnational Access: Auglýst eftir umsóknum fyrir árið 2020

INTERACT, samstarfsnet rannsóknastöðva á Norðurslóðum, auglýsir nú eftir umsóknum um s.k. Transnational Access styrki samstarfsins. Í því felst að vísindamönnum gefst kostur á að sækja um frían aðgang að rannsóknainnviðum og rannsóknasvæðum alls 42 stöðva innan samstarfsins til að vinna að verkefnum sínum auk þess að fá ferða- og flutningskostnað greiddan.

Umsóknafrestur er frá 12. ágúst til 8. október 2019 en veittir eru styrkir til verkefna sem unnin verða á tímabilinu apríl til ágúst 2020.

Nánar má lesa um málið hér:  INTERACT Transnational Access Call now open for 2020 projects! Deadline: Oct 8th 2019

Vorfréttir frá Rifi

Nýlega sendi Rannsóknastöðin frá sér vorbréf með fréttum af starfsemi og verkefnum stöðvarinnar á árinu 2018. Um þessar mundir eru fimm ár liðin frá stofnun rannsóknastöðvarinnar og hefur mikið vatn runnið til sjávar á þessum árum. Árið 2018 var ansi gjöfult hjá Rifi og við erum viss um að 2019 verði það ekki síður.

Vorbréf Rifs er aðgengilegt á pdf formi hér.

vorbréf2019_forsíða

Strandhreinsun við Raufarhöfn 15. september 2018

Laugardaginn 15. september var haldin strandhreinsun við Raufarhöfn í tilefni alheimshreinsunardags (e. world cleanup day). Rannsóknastöðin Rif stóð fyrir hreinsuninni í samstarfi við Norðurþing og þá félaga í Áhaldahúsinu á Raufarhöfn. Hreinsunin við Raufarhöfn var einn þúsunda viðburða um allan heim þennan dag og einn margra á Íslandi, eins og sjá má á yfirlitskorti sem birtist á vefsíðu verkefnisins Hreinsum Ísland. Landvernd og Blái herinn halda utan um það verkefni og hlutu nýverið tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir það.

20180915_123400
Dagný, Agnar og Siggi í Klifavík með hluta af afrakstrinum þar.

Við vorum svo lánsöm hér að fá þrettán manna hóp frá Veraldarvinum til liðs við okkur þennan dag, en auk þeirra tóku um tíu manns frá Raufarhöfn og nærsveitum þátt í hreinsuninni. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við okkur og andinn verið góður, enda afkastaði hópurinn ansi miklu á örskömmum tíma. Eftir hreinsunina bauð Kaupfélagið okkur í kaffi og með því og var það afar vel þegið – við færum þeim bestu þakkir fyrir höfðingsskapinn!

Kortið hér að neðan sýnir nokkurn veginn hvar strandlengjan var hreinsuð. Bæjarvíkin og Klifavíkin norðan Raufarhafnarhöfða voru hreinsaðar og Gvendarvík þar norður af. Hreinsað var meðfram veginum frá Höskuldarnesi nokkurn veginn og Lónabakkinn þaðan. Þaraósvík var einnig hreinsuð og síðan Ásmundarstaðavík frá Rauðasteini hér um bil og í kverkina þar sem vegurinn og ströndin skiljast að.

Strandhreinsun_20180915
Kortið er skjáskot af map.is. Grænu línurnar eru viðbætur og sýna hvar ströndin var hreinsuð.

Enn er af nógu að taka, að sjálfsögðu! Vonandi getum við haldið áfram að hreinsa strandlengjuna á Melrakkasléttu næsta vor og lagt okkar af mörkum til að fegra umhverfið – og ganga betur um jörðina, eins og einn þátttakandi í strandhreinsuninni benti á.

Kærar þakkir öll sömul fyrir þátttökuna og ykkar framlag þennan dag og sjáumst vonandi enn fleiri í næstu hreinsun.

20180915_135332
Hreinsun í Ásmundarstaðavík.

20180915_111313 (3)
Agnar og Siggi í Klifavík.

20180915_132412 (2)
Netadræsum húrrað upp á pall í Þaraósvík.

20180915_140506
Sumt ruslið var áhugaverðara en annað.

Update:The call has been closed – INTERACT Transnational Access Call is open for applications

INTERACT logo

INTERACT Transnational Access Call is open for projects taking place between March 2019 and April 2020

The EU H2020 funded INTERACT (International Network for Terrestrial Research and Monitoring in the Arctic) opens a call for research groups to apply for Transnational Access to 43 research stations across the Arctic and northern alpine and forest areas in Europe, Russia and North-America. The sites represent a variety of glacier, mountain, tundra, boreal forest, peatland and freshwater ecosystems, providing opportunities for researchers from natural sciences to human dimension. Transnational Access includes free access (either physical or remote) for user groups/users to research facilities and field sites, including support for travel and logistic costs.

Overall, INTERACT provides three different modalities of access: Transnational and Remote Access that are applied through annual calls, and Virtual Access which means free access to data from stations, available at all times through the INTERACT VA single-entry point.

The call for Transnational and Remote Access applications is open on 13th August – 12th October, 2018, for projects taking place between March 2019 and April 2020. You can find the TA/RA Call information, stations available in the call, descriptions of stations and their facilities, and registration to the INTERACCESS on-line application system from the INTERACT website.

An on-line webinar will be held on 11th Sept at 15:00 (CEST) to provide information about the ongoing TA/RA call and for answering any questions related to the application process and TA and RA in general. A link to join the webinar, and a webinar recording to follow, will be provided on the TA/RA Call information page.

For any additional information, please contact the Transnational Access coordinator Hannele Savela,  hannele.savela(at)oulu.fi.

Apply INTERACT Transnational Access to conduct researchat the coolest places of the North!

IMG_20170521_114847
Scientists and nature enthusiasts studying oystercatchers in Melrakkaslétta in 2017