Featured

Update:The call has been closed – INTERACT Transnational Access Call is open for applications

INTERACT logo

INTERACT Transnational Access Call is open for projects taking place between March 2019 and April 2020

The EU H2020 funded INTERACT (International Network for Terrestrial Research and Monitoring in the Arctic) opens a call for research groups to apply for Transnational Access to 43 research stations across the Arctic and northern alpine and forest areas in Europe, Russia and North-America. The sites represent a variety of glacier, mountain, tundra, boreal forest, peatland and freshwater ecosystems, providing opportunities for researchers from natural sciences to human dimension. Transnational Access includes free access (either physical or remote) for user groups/users to research facilities and field sites, including support for travel and logistic costs.

Overall, INTERACT provides three different modalities of access: Transnational and Remote Access that are applied through annual calls, and Virtual Access which means free access to data from stations, available at all times through the INTERACT VA single-entry point.

The call for Transnational and Remote Access applications is open on 13th August – 12th October, 2018, for projects taking place between March 2019 and April 2020. You can find the TA/RA Call information, stations available in the call, descriptions of stations and their facilities, and registration to the INTERACCESS on-line application system from the INTERACT website.

An on-line webinar will be held on 11th Sept at 15:00 (CEST) to provide information about the ongoing TA/RA call and for answering any questions related to the application process and TA and RA in general. A link to join the webinar, and a webinar recording to follow, will be provided on the TA/RA Call information page.

For any additional information, please contact the Transnational Access coordinator Hannele Savela,  hannele.savela(at)oulu.fi.

Apply INTERACT Transnational Access to conduct researchat the coolest places of the North!

IMG_20170521_114847
Scientists and nature enthusiasts studying oystercatchers in Melrakkaslétta in 2017

 

Strandhreinsun við Raufarhöfn 15. september 2018

Laugardaginn 15. september var haldin strandhreinsun við Raufarhöfn í tilefni alheimshreinsunardags (e. world cleanup day). Rannsóknastöðin Rif stóð fyrir hreinsuninni í samstarfi við Norðurþing og þá félaga í Áhaldahúsinu á Raufarhöfn. Hreinsunin við Raufarhöfn var einn þúsunda viðburða um allan heim þennan dag og einn margra á Íslandi, eins og sjá má á yfirlitskorti sem birtist á vefsíðu verkefnisins Hreinsum Ísland. Landvernd og Blái herinn halda utan um það verkefni og hlutu nýverið tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir það.

20180915_123400
Dagný, Agnar og Siggi í Klifavík með hluta af afrakstrinum þar.

Við vorum svo lánsöm hér að fá þrettán manna hóp frá Veraldarvinum til liðs við okkur þennan dag, en auk þeirra tóku um tíu manns frá Raufarhöfn og nærsveitum þátt í hreinsuninni. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við okkur og andinn verið góður, enda afkastaði hópurinn ansi miklu á örskömmum tíma. Eftir hreinsunina bauð Kaupfélagið okkur í kaffi og með því og var það afar vel þegið – við færum þeim bestu þakkir fyrir höfðingsskapinn!

Kortið hér að neðan sýnir nokkurn veginn hvar strandlengjan var hreinsuð. Bæjarvíkin og Klifavíkin norðan Raufarhafnarhöfða voru hreinsaðar og Gvendarvík þar norður af. Hreinsað var meðfram veginum frá Höskuldarnesi nokkurn veginn og Lónabakkinn þaðan. Þaraósvík var einnig hreinsuð og síðan Ásmundarstaðavík frá Rauðasteini hér um bil og í kverkina þar sem vegurinn og ströndin skiljast að.

Strandhreinsun_20180915
Kortið er skjáskot af map.is. Grænu línurnar eru viðbætur og sýna hvar ströndin var hreinsuð.

Enn er af nógu að taka, að sjálfsögðu! Vonandi getum við haldið áfram að hreinsa strandlengjuna á Melrakkasléttu næsta vor og lagt okkar af mörkum til að fegra umhverfið – og ganga betur um jörðina, eins og einn þátttakandi í strandhreinsuninni benti á.

Kærar þakkir öll sömul fyrir þátttökuna og ykkar framlag þennan dag og sjáumst vonandi enn fleiri í næstu hreinsun.

20180915_135332
Hreinsun í Ásmundarstaðavík.
20180915_111313 (3)
Agnar og Siggi í Klifavík.
20180915_132412 (2)
Netadræsum húrrað upp á pall í Þaraósvík.
20180915_140506
Sumt ruslið var áhugaverðara en annað.

Hvítabirnir á Íslandi og afkoma þeirra á tímum loftslagsbreytinga

„Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um að sést hefði til hvítabjarnar á Melrakkasléttu síðdegis í dag. Frá þessu er greint á Facebook-síðu embættisins. Ekki hefur tekist að staðfesta að um hvítabjörn sé að ræða. Samkvæmt tilkynningunni sást til bjarndýrsins nyrst á Melrakkasléttu suður af Hraunhafnarvatni.”
hvítabirnir
Hvítabjörn með tvo húna. Mynd: https://news.nationalgeographic.com/2018/02/polar-bears-starve-melting-sea-ice-global-warming-study-beaufort-sea-environment/

Svona hófst frétt sem birtist á vefsíðu Ríkisútvarpsins í gær, mánudaginn 9. júlí. Í ljós kom að menn við veiðar á svæðinu töldu sig hafa séð hvítabjörn og var Landhelgisgæslan kölluð til ásamt lögreglunni til að fínkemba Sléttu í leit að birninum. Fólk dreif að um kvöldið og nóttina frá Raufarhöfn og Kópaskeri og alla leið frá Húsavík, en allt kom fyrir ekki – enginn björn hefur enn fundist þegar þetta er skrifað um hádegi 10. júlí. Þó á að fljúga aftur yfir í dag og leita betur – kannski vissara að leyfa enga óvissu í þessu máli þó íbúar Raufarhafnar láti þetta ekki slá sig út af laginu.

Starfsmaður rannsóknastöðvarinnar tók fréttunum af hvítabirninum líka með fyrirvara, enda ekki svo langt síðan mikill viðbúnaður var í Jökulsárgljúfrum vegna sauðkindar sem einhverjum ferðamanni fannst líkjast hvítabirni allverulega. Hins vegar er ekki heldur langt síðan hvítabjörn gekk í raun á land hér nálægt okkur, nánar tiltekið í Þistilfirði árið 2010, en tveir birnir tóku land á Íslandi árið 2008 og einn 2011. Allir fjórir voru felldir við komuna til landsins.

Hvítabirnir, Ursus maritimus, eiga heimkynni sín m.a. á Grænlandi og berast þaðan til Íslands með hafís stöku sinnum. Hér á árum áður voru komur hvítabjarna verulega tíðari en nú er og þeir koma frekar þegar hart er í ári. Frostaveturinn mikla 1918 er talið að 27 hvítabirnir hafi borist til Íslands en allt að 63 hafísveturinn mikla 1880-1881. Þá lá hafísinn vikum saman með Íslandi norðan- og vestanverðu.

Líklega þurfa heimamenn og ferðalangar á Melrakkasléttu að fara til Húsavíkur vilji þeir sjá hvítabjörn: Þar er einn uppstoppaður á Náttúrugripasafni Þingeyinga. Sá var felldur í Grímsey árið 1969.

Hvítabirnir og loftslagsbreytingar

4102-21982
Hvítabjörn á ísnum. Mynd: http://greenarea.me/en/194925/climate-change-affecting-polar-bears/

Hvítabjörninn er á okkar tímum táknmynd loftslagsbreytinga og neikvæðra afleiðinga þeirra á lífríki norðurslóða. Hvítabirnir lifa á selveiðum af hafísnum við norðurslóðir, en eins og flestir vita hefur mjög dregið úr magni hafíss á undanförnum árum og áratugum.

Átakanlegar myndir berast okkur af hungruðum hvítabjörnum, en fátt myndefni þó jafn átakanlegt og þetta myndband hérna sem birtist m.a. á vefsíðu National Geographic. Að eigin sögn grétu ljósmyndararnir og kvikmyndagerðarmennirnir þegar þeir tóku myndskeiðið af birninum. Þó er ómögulegt að vita hvort þessi tiltekni hvítabjörn hafi liðið fæðuskort vegna minnkandi hafíss – dýr svelta jú stundum úti í náttúrunni og hafa alltaf gert.

Nýjar rannsóknir sýna að afkomu hvítabjarna er verulega ógnað af völdum loftslagsbreytinga og líkur eru á því að árið 2050 verði hvítabjarnarstofninn ekki nema þriðjungur þess sem hann er í dag.

Líklegt er að lífríki norðurslóða taki verulegum breytingum samhliða breyttu loftslagi á næstu áratugum takist okkur ekki að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka neyslu og sóun í samfélaginu. Hvítabjörninn er langt því frá eina tegundin sem mun þurfa að berjast harðar fyrir afkomu sinni eða finna ný heimkynni en hann minnir okkur samt á þær stóru áskoranir sem við stöndum frammi fyrir.

Vorfréttir frá Rifi: Metárið 2017 og spennandi tímar hjá rannsóknastöðinni

Rannsóknastöðin sendi nýverið frá sér vorbréf með yfirliti yfir starfsemi stöðvarinnar á árinu 2017 og fyrri hluta árs 2018. Ber þar hæst áframhaldandi vöxtur og velgengni rannsóknastöðvarinnar, efling náttúrufarsrannsókna á Melrakkasléttu og öflugt alþjóðastarf sem Rif er aðili að. Af ýmsu fleiru er þó að taka og verkefnin jafn spennandi og þau eru fjölbreytt.

Kynnið ykkur starfsemina á Rifi og þau spennandi verkefni sem stöðin vinnur að! Fréttabréfið er aðgengilegt hér:

Tengill á fréttabréfið á PDF formi

Vorbréf_fors

 

Nýr starfskraftur

MyndHrönn G. Guðmundsdóttir hefur hafið störf hjá Rannsóknastöðinni Rifi og mun hún gegna stöðu forstöðumanns á meðan núverandi forstöðumaður, Jónína S. Þorláksdóttir, er í tímabundnu leyfi. Hrönn er með M.Sc. gráðu í umhverfis- og sjálfbærnifræðum frá háskólanum í Lundi, Svíþjóð auk diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún er uppalin á Kópaskeri á Melrakkasléttu og því mannlífi og náttúru svæðisins vel kunnug sem er mikill akkur að.

Við bjóðum Hrönn velkomna í hópinn og óskum henni góðs gengis. Ekki hægt að segja annað en að við hjá Rif sjáum fram á spennandi tíma.

 

 

 

 

Rif óskar eftir verkefnum fyrir árið 2018

Ert þú með spennandi rannsóknarverkefni í smíðum sem gæti átt heima í einstöku umhverfi Melrakkasléttu eða á nærliggjandi svæðum? Endilega hafðu samband og kynntu þér málið!

Auglýsingin á PDF formi (virkir tenglar)

Auglýsing_Rif2018

 

Rannsóknastöðin Rif: Haustbréf 2017

Fréttabréf Rannsóknastöðvarinnar Rifs haustið 2017 lítur hér dagsins ljós þar sem dregið er saman það helsta sem við höfum verið að fást við nú á árinu. Ljóst er að starfið hefur gengið afar vel og hlökkum við mikið til að takast á við þau spennandi en jafnframt krefjandi verkefni sem framundan eru.

 

Rif_haustfréttir2017Rif_haustfréttir2017_2

Reminder: INTERACT Transnational Access Call is open!

INTERACT Transnational Access Call is open for projects taking place between March 2018 and April 2019

The EU H2020 funded INTERACT (International Network for Terrestrial Research and Monitoring in the Arctic) project opens a call for research groups to apply for Transnational Access to 43 research stations across the Arctic and northern alpine and forest areas in Europe, Russia and North-America.  The sites represent a variety of glacier, mountain, tundra, boreal forest, peatland and freshwater ecosystems, providing opportunities for researchers from natural sciences to human dimension.

Transnational Access includes free access (either physical or remote) for user groups/users to research facilities and field sites, including support for travel and logistic costs. Rif Field Station is one of the stations offering physical access and we are looking forward to receiving researchers with exciting new projects next year.

The call for applications is open on 1st September –  13th October, 2017, for…

View original post 44 more words

Fræðsluverkefnið „Vöktum vorið“: Samstarf Rifs og Grunnskóla Raufarhafnar

Núna í vor var ráðist í samstarfsverkefni milli Rannsóknastöðvarinnar Rifs og Grunnskóla Raufarhafnar. Var markmiðið að auka umhverfisvitund nemenda á mið- og unglingastigi grunnskólans og kynna fyrir þeim tilgang, framkvæmd og markmið rannsókna og vöktunar á viðkvæmu vistkerfi norðurslóða.  Áhersla var lögð á að nýta nærumhverfið en hin augljósa sérstaða Melrakkasléttu, hvað náttúru og fuglalíf varðar, hentar einkar vel fyrir þróunarverkefni af þessu tagi. Styrkir fengust í verkefnið frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA og Sprotasjóði.

Kennsla fór fram frá 18. apríl til 29. maí í náttúrufræði og upplýsingatæknitímum. Byrjað var á undirbúningi þar sem nemendur veltu fyrir sér þeim ferlum sem eiga sér stað í náttúrunni á vorin. Þá leituðu krakkarnir sér upplýsinga um fugla- og dýralíf á staðnum og settu sig í stellingar sem verðandi vísindamenn. Fjallað var um muninn á rannsóknum og vöktun, rætt um loftslagsbreytingar, mengun, gróður- og jarðvegsrof. Þá gróðursettu nemendur fræ í mismunandi jarðveg til að skoða áhrif hans á vöxt. Í seinni hluta verkefnisins var farið í tvær vettvangsferðir. Í þeirri fyrri var ferðinni heitið í Bæjarvík og út á Melrakkasléttu þar sem fuglar voru skoðaðir og tegundagreindir, sagt frá rannsóknum á svæðinu og framkvæmd einföld atferlisrannsókn. Þá hittu krakkarnir Guðmund Örn Benediktsson fuglaáhugamann sem sagði hópnum frá allskonar ferðalöngum – fuglum og ýmsum munum sem fundist hafa í fjörunni á svæðinu. Fyrir seinni ferðina útbjuggu nemendur sér gróðurreiti sem þeir nýttu svo til að greina og telja plöntur og áætla fjölda á fermetra. Nemendur unnu svo úr þessum gögnum eftir kúnstarinnar reglum, spreyttu sig á tölvuforritum, svo sem Excel og Word, auk þess sem sköpunargáfan fékk að njóta sín.

Nemendur kynntu verkefnið stuttlega á skólaslitum gunnskólans og var afrakstur vinnunnar þar til sýnis. Eftir skólaslit fengu allir nemendur grunn- og leikskólans ásamt foreldrum tækifæri  til að prófa fjarsjá sem Náttúrustofa Norðausturlands lánaði okkur í þetta verkefni.

Næsta haust verður samstarfinu haldið áfram og seinni hluti verkefnisins ber heitið „Heimurinn og við“. Þá verður áhersla lögð á hvernig við komum fram við náttúruna, hvers vegna það sé nauðsynlegt að ganga vel um umhverfið og bera virðingu fyrir því. Komið verður inn á endurvinnslu og tilgang hennar, farið í hugmyndavinnu varðandi endurnýtingu og fleira í þeim dúr.  Grunnskóli Raufarhafnar er Grænfánaskóli og verður þessi vinna góð viðbót við það starf sem þegar hefur farið fram í skólanum.

Að lokum má geta þess að til stendur að Rannsóknastöðin Rif flytji vinnuaðstöðu sína í skólahúsnæðið og byggi þar upp rannsóknastofu. Mun það vonandi skapa tækifæri til enn frekara samstarfs. Það er afar jákvætt þegar fámennir skólar geta skapað sér sérstöðu og þar með styrkt stöðu sína á þennan hátt.