Upplýsingar fyrir umsækjendur

Mikilvægar upplýsingar til þeirra sem sækja vilja um afnot að aðstöðu Rifs

1. Hverjir geta sótt um?

Þó svo að rannsóknastöðin leggi áherslu á að hýsa rannsóknir sem beinast að hinu náttúrulega umhverfi er aðstaðan opin öllum þeim vísindamönnum og rannsakendum er huga að rannsóknum á svæðinu.

Rannsóknastöðin tekur á móti fræðafólki frá bæði innlendum og erlendum háskólum og öðrum rannsóknastofnunum, sem og doktorsnemum. Meistaranemar við innlenda háskóla geta einnig sótt um en af praktískum ástæðum getur Rif ekki tekið á móti meistaranemum við erlenda háskóla. Sjálfstæðir rannsakendur eru einnig hvattir til að sækja um.

Ákveðnir þættir eru lagðir til grundvallar við mat á umsóknum:  

  • Hversu vel verkefnið fellur að þeim markmiðum sem Rannsóknastöðin hefur sett sér.
  • Hvernig verkefnið styður við og eykur þekkingu, t.d. á stöðu lífríkis og vistkerfa á norðurslóðum, á áhrifum loftslagsbreytinga og á samspili manns og náttúru.
  • Hver hagnýting verkefnisins er m.t.t. hagsmuna svæðisins sjálfs sem og alþjóða vísindasamfélagsins.
  • Hvernig verkefnið samræmist stefnu og skuldbindingum Íslands í norðurslóðamálum.

2. Áður en umsókn er fyllt út

Áður en umsókn er skilað til Rifs eru umsækjendur beðnir að kynna sér ítarlega eftirfarandi grunnupplýsingar um rannsóknastöðina og aðstöðu hennar.

Umsækjendur fylla síðan út rafrænt umsóknareyðublað (hlekkur hér fyrir neðan) þar sem tilgreina þarf allar helstu upplýsingar og lýsigögn viðkomandi rannsakendum og fyrirliggjandi rannsókn.

3. Umsókn um afnot að aðstöðu Rifs

Sendu umsókn í tölvupósti á pedro@rifresearch.is.

4. Þegar umsókn hefur verið skilað

Rannsóknastöðin Rif móttekur og fer yfir umsóknir eins hratt og auðið er, eða innan þriggja vikna frá umsókn. Við samþykkt umsóknar eru umsækjendur beðnir að sækja og kynna sér eftirfarandi gögn.

5. Meðan á rannsókn á vettvangi stendur

Vísindafólk hefur í flestum tilvikum aðsetur á Raufarhöfn á meðan á rannsókn á vettvangi stendur, en þar er Rannsóknastöðin Rif til húsa. Starfsmaður Rifs vinnur á Raufarhöfn, tekur á móti vísindafólki við komu og er því innan handar á meðan á rannsókn stendur. Öllum spurningum í aðdraganda vettvangsferðar má beina á netfangið rif@rifresearch.is eða hringja í síma 856-9500.

6. Eftir að rannsóknarvinnu/feltvinnu er lokið

Þegar rannsóknarvinnu á vettvangi er lokið skila rannsakendur skýrslu (e. project report) um rannsókn sína til Rannsóknastöðvarinnar Rifs. Skýrslunni skal skilað sem fyrst og eigi síðar en viku eftir að vinnu á vettvangi lýkur. Rannsóknastöðin Rif afhendir rannsakendum skýrsluform meðan á rannsókn stendur/við lok vettvangsrannsókna.

7. Varðandi rannsóknir og vöktun sem stendur yfir í fleiri en eitt ár

Margar rannsóknir og vöktunarverkefni á Melrakkasléttu standa yfir í lengri tíma en eitt sumar/eitt ár. Aðstandendur þeirra verkefna verða beðnir um að fylgja ofangreindu ferli við fyrstu heimsókn en eftir hverja rannsóknarferð/þegar feltvinnu er lokið hvert ár/hvert sumar verða rannsakendur beðnir um að uppfæra lýsigögn verkefnisins.