Verkefni

Þó svo að rannsóknastöðin leggi áherslu á að hýsa rannsóknir sem beinast að hinu náttúrulega umhverfi er aðstaðan opin öllum þeim vísindamönnum og rannsakendum er huga að rannsóknum á svæðinu. Melrakkaslétta og Raufarhöfn eru m.a. mjög áhugaverður vettvangur fyrir rannsóknir sem snúa að samspili manns og náttúru svo og byggðaþróun.

Hér til hliðar má finna upplýsingar um þau vöktunarverkefni sem þegar eru komin af stað á landi Rifs, þau rannsóknatækifæri sem þar er að finna svo og fyrri rannsóknir.