Vöktun og rannsóknir

Hvað eru vöktun og rannsóknir?

Rannsóknir og vöktun á vistkerfi Melrakkasléttu er hornsteinninn í starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs. Vöktun er langtímaverkefni sem felur í sér samfellda söfnun gagna um alla helstu þætti tiltekins vistkerfis. Hún bregður með tíð og tíma upp mynd af ástandi vistkerfis og þeim breytingum sem það hefur tekið á vöktunartímanum.  Rannsóknir eru jafnan afmarkaðri í tíma og beinast að einstökum þáttum vistkerfis. Rannsókn leitast við að svara tilteknum spurningum um vistkerfið eða einhvern hluta þess.

Þó að Melrakkaslétta hafi um hríð verið vettvangur fuglarannsókna og vöktunar hefur hingað til lítið verið vitað um eða fylgst með ýmsum öðrum þáttum vistkerfisins á Sléttu. Um fyrri rannsóknir má lesa á undirsíðu hér til hægri á síðunni, Verkefni og rannsóknir.

Hér til hliðar má finna upplýsingar um þau vöktunarverkefni sem þegar eru komin af stað á landi Rifs, þau rannsóknatækifæri sem þar er að finna svo og fyrri rannsóknir.