INTERACT – Stories of Arctic Science

INTERACT samstarfið var stofnað árið 2010 sem net 32 rannsóknastöðva sem staðsettar eru á arktískum og norðlægum slóðum allt í kringum norðurheimskautið – í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Netið hefur stækkað gríðarlega síðan, og árið 2015 voru meðlimirnir orðnir 76 talsins.

Aðal markmið samstarfsins er að skapa aukna möguleika á að greina, skilja, spá fyrir og bregðast við hinum fjölbreyttu og fjölþættu umhverfisbreytingum og breyttri landnýtingu sem eru að eiga sér stað í hinum umfangsmiklu vistkerfum norðurslóða.

INTERACT stöðvarnar hýsa árlega mörg þúsund vísindamenn alls staðar að úr heiminum sem stunda rannsóknir í fjölbreyttum fögum. INTERACT vinnur einnig með mörgum öðrum alþjóðlegum samstarfsnetum á sviði rannsókna og vöktunar. Þessi bók,     INTERACT – Stories of Arctic Science var gefin út árið 2015 og fjallar um brot af þeim rannsóknarverkefnum sem unnið hefur verið að í INTERACT stöðvunum. Bókin gefur innsýn inn í hina miklu breidd þeirra rannsókna og spennandi ævintýra sem vísindamenn á vegum INTERACT hafa unnið að og upplifað og er vel þess virði að kynna sér hana.

Screen Shot 2016-05-20 at 13.31.39