Coffee Science 2023

Rannsóknastöðin Rif bíður uppá kaffispjallröð sumarið 2023. Fyrsti kaffispjallið ber heitið: Ísland og Norðurslóðir; um hvað snýst það eiginlega?

“Loftslagsbreytingar, efnahagsleg tækifæri, skipaflutningar og hafnir, olía og gas og aðrar auðlindir, öryggismál. Þessi umfjöllunarefni eru gjarnan áberandi í allri umræðu um norðurslóðir en of oft vill gleymast að ræða um samfélagsbreytingar, seiglu og aðlögun, heilsu og velferð, aðgengi að innviðum s.s. menntun, líffræðilegan fjölbreytileika, frumbyggja og jaðarsett samfélög. Í erindi sínu mun Embla fjalla um helstu málefni sem varða norðurslóðir og hvernig þau tengjast hagsmunum Íslands og íslenskum samfélögum.”

Embla Eir Oddsdottir er forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands og formaður Samvinnunefndar um málefni norðurslóða. Embla er fulltrúi Íslands í vinnuhóp um sjálfbæra þróun sem heyrir undir Norðurskautsráðið og einnig í sérfræðingahóp um félags, – efnhags, – og menningarleg málefni á norðurslóðum. Jafnframt leiðir hún verkefni vinnuhóps um sjálfbæra þróun um kynjamál á norðurslóðum, er í stjórn alþjóðlega samtaka félagsvísindamanna á norðurslóðum (International Arctic Social Science Association), og var í stjórn Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn fyrir hönd Háskólans á Akureyri og Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Bakgrunnur Emblu er þverfaglegur; samfélags- og hagþróunarfræði, heimskautaréttur, og lög, mannfræði og samfélag.

Kaffispjallið er styrkt af uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s