Himbrimarannsóknir á Sléttu

Dagana 28. maí til 1. júní dvaldist hér hjá okkur ásamt fríðu föruneyti Pétur Halldórsson, meistaranemi í líffræði við Háskóla Íslands. Tilgangur ferðarinnar var að fanga norðlenska himbrima (Gavia immer), en Ísland er eina landið í Evrópu þar sem þessi mikilfenglegi vatnafugl verpir að staðaldri.

Hópurinn var svo heppinn að ná einum fugli. Var hann merktur og mældur auk þess sem blóð- og fjaðrasýnum var safnað. Þá hafa verið festir dægurritar (e. geolocator) á himbrima í verkefninu, en slík tæki mæla birtutíma og gefa þannig upp staðsetningu. Fuglunum þarf að ná aftur til að hægt sé að nálgast upplýsingarnar sem tækið geymir svo við bíðum spennt eftir að fá frekari fréttir af ferðum íslenskra himbrima.

Einnig mætti á svæðið þriggja manna tökulið undir stjórn Jóns Arnar Guðbjartssonar, sviðsstjóra markaðs- og samskiptasviðs HÍ og umsjónarmanns þáttanna Fjársjóður framtíðar. Fylgdu þeir rannsóknahópnum eftir einn dag og náðu frábærum myndum og myndskeiðum af þeim fanga og meðhöndla himbrima. Sjá má nokkrar myndir af þessu ævintýri hér að neðan.

Verkefnið er styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar og naut hópurinn aðstoðar Guðmundar Arnar Benediktssonar, fuglaáhugamanns á Kópaskeri, við val á rannsóknarsvæðum.

One thought on “Himbrimarannsóknir á Sléttu

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s