Dagana 22. til 24. júní s.l. heimsótti okkur stór hópur í tengslum við námskeiðið Örveruvistfræði Norðurslóða sem haldið er af Háskólanum á Akureyri í samstarfi við Háskólann í Reading, Bretlandi. Í ár komu jafnframt nemendur frá Háskólanum í Massachusetts, Dartmouth og Háskólanum í Medellín í Kólumbíu. Nemendahópurinn taldi í heildina 29 manns og var honum stýrt af 16 manna teymi kennara og starfsmanna. Það var því ansi mikið um að vera á Raufarhöfn þessa daga en hópurinn hafði bækistöð annars vegar í Hreiðrinu og hins vegar í Grunnskólanum.
Námskeiðið samanstóð af vettvangsferð, rannsóknarstofuvinnu, fyrirlestrum og verkefnavinnu tengdri náttúrulegri örverubíótu Norðurslóða. Í ár voru sérstaklega teknar fyrir örveruvistgerðir á Melrakkasléttu, í Öxarfirði og Jökulsárgljúfri ásamt fleiri stöðum. Meðal örveruvistkerfa sem könnuð voru beint eða óbeint má nefna ýmis jaðarvistkerfi á borð við jökulís, hafís, súra hveri og basíska. Einnig var hugað að örverulífríki í jarðvegi móa og mela og í árvatni.
Markmið námskeiðsins eru þau helst að veita nemendum reynslu af sýnatöku- og rannsóknaraðferðum á vettvangi sem og þjálfun í algengum örverufræðilegum og sameindalíffræðilegum aðferðum. Þá á námskeiðið að veita innsýn í helstu málefni sem lúta að örveruvistfræði Norðurslóða, þar á meðal áhrifum hnattrænnar hlýnunar og bráðnunar jökla og fellur það því vel að markmiðum og áherslum okkar hér á Rifi.
Hér má lesa pistil um námskeiðið í ár eftir Odd Vilhelmsson, forsvarsmann námskeiðsins og prófessor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri.
Hér má einnig sjá fleiri myndir frá námskeiðinu.
Við þökkum hópnum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá þau sem flest aftur í framtíðinni.
It was a great course this year and I’m finally glad that I got to see Raufarhöfn!
LikeLike
Reblogged this on arcticextremophiles and commented:
An article regarding this year’s Microbial Ecology summer course.
LikeLike