Á miðvikudaginn, 18. maí, var formlega úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra á veglegri athöfn á Breiðumýri í Reykjadal. Þar var margt um manninn enda stór hópur verðugra umsækjenda að taka við styrk til að vinna að spennandi verkefnum.
Það gleður okkur að segja frá því að Rannsóknastöðin Rif fékk í sinn hlut veglegan styrk sem við hlökkum til að nýta til áframhaldandi uppbyggingar stöðvarinnar og starfsemi hennar.
