Styrkur frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Á miðvikudaginn, 18. maí, var formlega úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra á veglegri athöfn á Breiðumýri í Reykjadal. Þar var margt um manninn enda stór hópur verðugra umsækjenda að taka við styrk til að vinna að spennandi verkefnum.

Það gleður okkur að segja frá því að Rannsóknastöðin Rif fékk í sinn hlut veglegan styrk sem við hlökkum til að nýta til áframhaldandi uppbyggingar stöðvarinnar og starfsemi hennar.

13262342_10208547213334048_2138264057_o
Jónína verkefnastjóri tók við viðurkenningarskjali vegna styrkveitingarinnar fyrir hönd Rifs. Með á myndinni er svo Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, en hún tók við styrk til að stuðla að umferð skemmtiferðaskipa á Raufarhöfn fyrir hönd verkefnisins „Raufarhöfn og framtíðin“. 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s