Allt að gerast á Raufarhöfn

Nú er vorið farið að láta á sér kræla hér á Raufarhöfn og því fylgir aukið líf, ekki bara hvað varðar fugla og gróður, heldur einnig mannlíf. Til okkar hér í rannsóknastöðina er til að mynda mættur hann Matthias Kokorsch, doktorsnemi í mannvistarlandfræði við Háskóla Íslands. Matthias mun dvelja hjá okkur samfleytt í fimm vikur við gagnasöfnun í formi viðtala og vettvangsathugana. Fyrstu dagana mun hann þó einbeita sér að því að grafast fyrir um sögu staðarins.

Snýst verkefni hans í stuttu máli um hvaða áhrif breytingar í sjávarútvegi hafa haft á byggðir sem háðar eru slíkri atvinnustarfsemi og hvernig slík byggðalög aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Þá er meiningin að velta fyrir sér þeim leiðum sem mögulega eru færar til að styrkja slíkar byggðir og sporna við fólksfækkun. Því má segja að þetta sé afar áhugavert og viðeigandi verkefni hér á Raufarhöfn.  Fyrr á árinu dvaldi Matthias í fimm vikur á Skagaströnd við gagnasöfnun og mun hann bera þessa tvo staði saman, en ef horft er á byggðaþróun útfrá sögulegu samhengi er margt líkt með þessum stöðum.

Við bjóðum Matthias hjartanlega velkominn í bæinn og hlökkum til að sjá hvernig verkefnið mun þróast!

IMG_2441

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s