Strandhreinsun við Raufarhöfn 15. september 2018

Laugardaginn 15. september var haldin strandhreinsun við Raufarhöfn í tilefni alheimshreinsunardags (e. world cleanup day). Rannsóknastöðin Rif stóð fyrir hreinsuninni í samstarfi við Norðurþing og þá félaga í Áhaldahúsinu á Raufarhöfn. Hreinsunin við Raufarhöfn var einn þúsunda viðburða um allan heim þennan dag og einn margra á Íslandi, eins og sjá má á yfirlitskorti sem birtist á vefsíðu verkefnisins Hreinsum Ísland. Landvernd og Blái herinn halda utan um það verkefni og hlutu nýverið tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir það.

20180915_123400
Dagný, Agnar og Siggi í Klifavík með hluta af afrakstrinum þar.

Við vorum svo lánsöm hér að fá þrettán manna hóp frá Veraldarvinum til liðs við okkur þennan dag, en auk þeirra tóku um tíu manns frá Raufarhöfn og nærsveitum þátt í hreinsuninni. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við okkur og andinn verið góður, enda afkastaði hópurinn ansi miklu á örskömmum tíma. Eftir hreinsunina bauð Kaupfélagið okkur í kaffi og með því og var það afar vel þegið – við færum þeim bestu þakkir fyrir höfðingsskapinn!

Kortið hér að neðan sýnir nokkurn veginn hvar strandlengjan var hreinsuð. Bæjarvíkin og Klifavíkin norðan Raufarhafnarhöfða voru hreinsaðar og Gvendarvík þar norður af. Hreinsað var meðfram veginum frá Höskuldarnesi nokkurn veginn og Lónabakkinn þaðan. Þaraósvík var einnig hreinsuð og síðan Ásmundarstaðavík frá Rauðasteini hér um bil og í kverkina þar sem vegurinn og ströndin skiljast að.

Strandhreinsun_20180915
Kortið er skjáskot af map.is. Grænu línurnar eru viðbætur og sýna hvar ströndin var hreinsuð.

Enn er af nógu að taka, að sjálfsögðu! Vonandi getum við haldið áfram að hreinsa strandlengjuna á Melrakkasléttu næsta vor og lagt okkar af mörkum til að fegra umhverfið – og ganga betur um jörðina, eins og einn þátttakandi í strandhreinsuninni benti á.

Kærar þakkir öll sömul fyrir þátttökuna og ykkar framlag þennan dag og sjáumst vonandi enn fleiri í næstu hreinsun.

20180915_135332
Hreinsun í Ásmundarstaðavík.
20180915_111313 (3)
Agnar og Siggi í Klifavík.
20180915_132412 (2)
Netadræsum húrrað upp á pall í Þaraósvík.
20180915_140506
Sumt ruslið var áhugaverðara en annað.

2 thoughts on “Strandhreinsun við Raufarhöfn 15. september 2018

 1. Dóra Guðmundsdóttir

  Takk kærlega fyrir hjálpina – Veraldarvinir og allir hinir.
  Vonandi var eitthvað af ruslinu verulega áhugavert?

  Dóra á Ásmundarstöðum.

  Like

  1. Sæl Dóra! Afsakaðu þetta mjög svo seina svar, athugasemdin þín var að uppgötvast núna. Við fundum ýmislegt áhugavert – Bói á Kópaskeri tók eitthvað af því í sitt safn.

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s