INTERACT: Upphafsfundur fasa II haldinn á Íslandi

Fyrsti fundur INTERACT  fasa II var haldinn í Keflavík dagana 24. til 27. janúar 2017. INTERACT er alþjóðlegt samstarfsnet rannsóknastöðva á norðurslóðum og var fundurinn haldinn í tilefni þess að stór styrkur hefur fengist í gegnum Horizon2020 verkefni Evrópusambandsins til að halda áfram og víkka út starfsemi INTERACT. Var verkefnið, og þeir níu vinnupakkar sem það samanstendur af, kynnt og samhæfing innan þess rædd.

Rannsóknastöðin Rif kemur að þremur vinnuhópum innan INTERACT fasa II; vinnupakka 3, 5 og 7. Vinnupakki 3 kallast „Station Manager Forum“ og er þar um að ræða samráðsvettvang stjórnenda rannsóknarstöðva samstarfsins. Vinnupakki 5 heldur utan um fjölþjóðlegan aðgang að stöðvum (Transnational Access), en í gegnum hann geta erlendir vísindamenn sótt um dvöl á Rifi til að vinna þar rannsóknarverkefni. Síðast en ekki síst á Rif aðild að vinnupakka 7  sem fjallar um innleiðingu lífríkisvöktunar á norðurslóðum. ÞAð verkefni sem vinna á að er á vegum CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) og kallast CBMP (Circumpolar Biodiversity Monitoring Program). Auk Rifs eru tvær aðrar rannsóknastöðvar aðilar að þessum vinnupakka, rannsóknastöðin í Cambridge Bay í Kanada og grænlenska stöðin Zackenberg. Eiga þessar þrjár stöðvar að vinna í sameiningu að innleiðingu þeirrar þurrlendis- og ferskvatnsvöktunar sem CBMP áætlunin segir til um. Rannsóknastöðin Rif mun þar þjóna sem líkan fyrir innleiðingu vöktunarinnar frá grunni. Verkefnið er afar mikilvægt fyrir áframhaldandi uppbyggingu stöðvarinnar sem og fyrir aukna vöktun og rannsóknir á lífríki norðausturhorns Íslands. Slík uppbygging er einnig í fullu samræmi við stefnur og skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi. 

Hér að neðan má sjá myndir frá fundinum, en auk almennrar umræðu um verkefnin framundan og vinnustofur í tengslum við þau var farið í skoðunarferð um Reykjanesið. Þá var aðstaða og starfsemi Þekkingarseturs Suðurnesja kynnt en Þekkingarsetrið er einnig aðili að INTERACT og sá um undirbúning og utanumhald fundarins í Keflavík. 

One thought on “INTERACT: Upphafsfundur fasa II haldinn á Íslandi

  1. Pingback: CAFF og Rif gera með sér samning vegna CBMP – Rannsóknastöðin Rif — Rif research

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s