Fyrirlestur á Hrafnaþingi, 2. nóvember 2016

Rannsóknastöðin Rif ætlar að taka þátt í Hrafnaþingi, röð fræðsluerinda sem að jafnaði eru á dagskrá aðra hverja viku yfir vetrarmánuðina. Þar kynna starfsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, 3. hæð og er fyrirlesturinn á dagskrá miðvikudaginn 2. nóvember kl 15:15.

Fyrirlesturinn er tvíþættur;

  • Starri Heiðmarsson, sviðsstjóri grasafræði hjá Náttúrufræðistofnun, mun fjalla um mikilvægi vöktunar á lífríki norðurhjara og kynna CBMP-vöktunaráætlun CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna)
  • Jónína framkvæmdastjóri Rifs mun svo taka við og kynna starfsemi stöðvarinnar útfrá alþjóðlegu samhengi, framtíðarmöguleikum og hlutverki  í vöktun og rannsóknum á norðurhjara.

Hér má lesa ágrip fyrirlestrarins sem er opinn öllum svo um að gera að kíkja við.

Hlökkum til að sjá ykkur!

nilogo_isl_300

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s