Gagnastefna Rifs

Gagnastefna Rifs (e. data management plan) var unnin árið 2018 í framhaldi af útgáfu vöktunaráætlunar Rifs og útgefin í september 2018. Hún er skrifuð á ensku. Líkt og vökunaráætlunin var gagnastefnan unnin af vinnuhópi 7 undir INTERACT samstarfinu, sem má lesa meira um hér á vefsíðu Rifs.

Gagnastefnan lýsir þeim vinnuferlum og viðmiðunarreglum sem gilda um gögn sem verða til við rannsóknir og vöktun á vegum Rannsóknastöðvarinnar Rifs. Hún tilgreinir ábyrgð rannsóknastöðvarinnar og rannsakanda á því mikilvæga verkefni að tryggja skráningu og geymd gagna og einnig aðgang annarra rannsakenda, stjórnvalda og almennings að lýsigögnum (e. meta data) um allt vísindastarf á Melrakkasléttu.

Með því að fylgja forskrift gagnastefnunnar tryggir Rannsóknastöðin Rif að til verði dýrmætur gagnagrunnur um vistkerfi Melrakkasléttu. Líta má á þann gagnagrunn sem eitt af framlögum Íslands til rannsókna og vöktunar á vistkerfum norðurslóða á tímum loftslagsbreytinga.

Stefnt er að uppfærslu á gagnastefnunni í október 2020.

Hér má nálgast gagnastefnu Rifs í heild sinni:

Data Management Plan for the Rif Field Station

 

Síðan er í vinnslu