Samstarf

Rannsóknastöðin Rif er aðili að INTERACT (International Network for Terrestrial Research and Monitoring in the Arctic). Í dag eru 76 rannsóknastöðvar víðs vegar í kringum pólinn aðilar að þessu viðamikla samstarfi sem styrkt af Evrópusambandinu.

Helsta markmið INTERACT er að byggja upp aukna getu og möguleika á því að bera kennsl á, skilja, spá fyrir og bregðast við ýmis konar breytingum í hinu fjölbreytta umhverfi norðurslóða. Norðurheimskautið nær yfir afar viðamikið og strjálbýlt landsvæði sem leiðir til þess að aðstæður til vöktunar og rannsókna eru erfiðar samanborið við aðrar breiddargráður. Skipulagt og metnaðarfullt samstarf eins og INTERACT er því nauðsynlegt til að tryggja sem besta yfirsýn og gæði slíkra verkefna.

INTERACT er þverfaglegt samstarf en aðildarstöðvar þess hýsa samanlagt þúsundir vísindamanna alls staðar að úr heiminum sem vinna að ýmis konar verkefnum tengdum mismunandi fræðasviðum eins og jöklafræði, sífrera, vistfræði, líffræðilegum fjölbreytileika og lífjarðefnafræðilegum ferlum. INTERACT stöðvarnar hýsa einnig og stuðla að margs konar alþjóðlegum samstarfsverkefnum og aðstoða við þjálfun með því að bjóða upp á aðstöðu fyrir sumarskóla.

Nánar má lesa um INTERACT samstarfið, tilgang þess og markmið hér 

Screen Shot 2015-11-20 at 14.54.30

Til baka