Rif leggur áherslu á að bjóða upp á góða aðstöðu fyrir vísindamenn sem áhuga hafa á að nýta sér þá einstæðu möguleika sem Rifsjörð og Melrakkasléttan öll hefur upp á að bjóða. Gistiaðstaða Rifs er samrekin með gistiheimilinu Hreiðrinu en auk þess er í vinnslu rannsóknastofa á vegum Rifs, en hún er til húsa í skólahúsinu á Raufarhöfn. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um aðstöðuna.
Hreiðrið
Rannsóknastöðin Rif hefur skrifstofu í gistiheimilinu Hreiðrinu að Aðalbraut 16 á Raufarhöfn. Þar býðst gestum rannsóknastöðvarinnar einnig gisting og er hún samrekin með gistiheimilinu. Aðstaðan samanstendur af ein- og tvímenningsherbergjum, sameiginlegu eldhúsi, salerni og sturtum ásamt sameiginlegu rými (stofu).
Á vefsíðu Hreiðursins má lesa meira um aðstöðuna þar og annað tengt svæðinu.
Rannsóknastofa Rifs
Rannsóknastofa Rifs er til vinnslu í skólahúsi grunnskólans á Raufarhöfn. Allir sem nýta vilja aðstöðu Rifs geta fengið aðgang að stofunni. Sem stendur er einungis um grunnastöðu að ræða en stefnt er að markvissri uppbyggingu á árinu 2019. Aðstaðan í rannsóknastofunni er nú eftirfarandi:
- Borð, bekkir og stólar.
- Geymsluskápar.
- Handlaug.
- Salerni (samnýtt með grunnskólanum)
Stefnt er að því að eftirfarandi bætist við á árunum 2019-2020
- Þurrkskápur.
Þjónusta á Raufarhöfn
Á Raufarhöfn er til staðar öll helsta þjónusta og meira til eins og:
- Matvöruverslun
- Banki (útibú Landsbankans) og pósthús
- Heilsugæslustöð og apótek
- Sundlaug og íþróttahús
- Hótel, og aðrir gistimöguleikar
- Veitingastaður og kaffihús
- Bensínstöð
- Véla- og trésmiðja
Um 90 km akstur er til Kópaskers frá Raufarhöfn, en þar er einnig hægt að sækja ýmsa þjónustu. Helst má þar nefna gistimöguleika, verslunina Skerjakollu, bankaútibú og pósthús auk vínbúðar.
Jörðin Rif
Rannsóknastöðin hefur alfarið til umráða jörðina Rif – nyrstu jörð á Íslandi. Veigamesta vistkerfisvöktunin á vegum Rifs og samstarfsaðila fer fram á Rifsjörðinni og er aðgengi gott að helstu vöktunarstöðum. Á jörð Rifs er gamalt steypt hús sem síðustu ábúendur jarðarinnar Rifs bjuggu í, en jörðin fór í eyði árið 1947. Húsið stendur utarlega á Rifstanga, aðeins nokkra tugi metra frá nyrstu tá Íslands, og er ekki akfært þangað alla leið.
Jörðin og náttúra hennar veita óþrjótandi möguleika á hvers konar vöktun og rannsóknum á sviði náttúruvísinda norður við heimskautsbaug, m.a. á:
- gróðri og fuglalífi
- lífi í vötnum frá hafi til heiða
- ströndinni með öllum sínum líffræðilega margbreytileika
- áhrifum hafs á landmótun
Melrakkasléttan og Raufarhöfn er einnig kjörinn vettvangur til rannsókna á samspili manns og náttúru auk byggðaþróunar.

