Heim

Rannsóknastöðin Rif á Raufarhöfn er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var formlega árið 2014 og er afsprengi verkefnis Byggðastofnunar um „brothættar byggðir“. Hugmyndin snýst um að nýta náttúrufarslega sérstöðu Melrakkasléttu til rannsókna og þekkingarsköpunar, m.a. hvað varðar áhrif loftslagsbreytinga og aukinna umsvifa mannsins á vistkerfi norðurslóða. Sex íslenskar rannsóknastofnanir standa að stöðinni auk sveitarfélagsins Norðurþings.

Hér á síðunni má finna upplýsingar um aðstöðu rannsóknastöðvarinnar, umhverfi Melrakkasléttu, rannsóknamöguleika og fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið á svæðinu.

Fyrir þá sem áhuga hafa á að stunda rannsóknir á Melrakkasléttu eða nágrenni er hér einnig hægt að sækja um afnot af aðstöðunni sem Rif býður upp á.

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna!