CAFF og Rif gera með sér samning vegna CBMP

CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) og Rannsóknastöðin Rif gerðu á dögunum með sér samning þess efnis að Rif sjái um samhæfingu fyrir stýrihóp þurrlendisvöktunar CBMP (Circumpolar Biodiversity Monitoring Program). Felst starfið aðallega í því að halda utan um og stýra vinnu vegna sérstakra greinaskrifa hópsins þar sem fjallað verður um ástand líffræðilegs fjölbreytileika og vöktunar á norðurslóðum.

Rannsóknastöðin er nú þegar innvinkluð í CBMP verkefnið, en stöðin hefur verið valin sem ein  þriggja stöðva innan INTERACT samstarfsins sem mun byggja upp og prófa CBMP vöktunaráætlunina (sjá umfjöllun í þessari frétt hér).

Er þetta einstakt tækifæri fyrir Rif til að komast enn betur inn í þau mál sem snúa að CBMP verkefninu og vöktun á norðurslóðum almennt auk þess sem samningurinn mun styrkja stöðina enn fremur í sessi.

CAFF+Rif (1)
Þorkell Lindberg Þórarinsson, stjórnarformaður Rifs og Tom Barry, framkvæmdastjóri CAFF skrifstofunnar á Íslandi við undirskrift samningsins.

Leave a comment